
Húsfélagið að Helluvaði 1-5
hefur verið einstaklega óheppið með verktaka eins og lesa má um í fyrri færslum en húsið er undirlagt af lekavandamálum sem hafa aukist með árunum og hver verktakinn á fætur öðrum hefur verið ráðinn til viðgerða með misjöfnum árangri.
Verður hér farið aðeins yfir það í máli og myndum hvernig verktakinn GSG-Þaklagnir ehf. staðsettur að Álfhólum 2, Selfossi hefur unnið verkið á svölum efstu hæðar hússins.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá formanni húsfélagsins er ennþá leki til staðar í íbúðunum tveimur fyrir neðan svalirnar sem um ræðir 303 og 203 og mun verktakinn sem framkvæmdi síðustu viðgerðir sem ekki hafa virkað betur en þetta halda áfram að vinna við þær.
Samkvæmt upplýsingum frá Eignarekstri húsfélagaþjónustunni er eftirlitsmaður með verkinu Andri Páll Hilmarsson sem er húsasmiður og byggingatæknifræðingur.
Viðgerðin fór fram á svalagólfi sem er einnig loft/þak yfir íbúðum fyrir neðan fyrir framan íbúð 403 sem er þá sameign allra samkvæmt upplýsingum frá HMS og hefur upphaflegri hönnun á svalagólfinu verið mikið breytt og það er núna til dæmis búið að hækka hellulögnina talsvert frá upphaflegri hönnun þar sem ekki er ljós tilgangurinn með og er nú hæsti punktur kominn við neðri brún á glugga sem er til þess fallið að aukin hætta er á leka inn í íbúðina sem er innan við svalirnar en hæðarmismunur á neðri brún glugga og gólfs í íbúð er 29 cm. það er að segja gólfið er 29 sentimetrum lægra en gluggakarmur og svo er yfirborð hellulagnar við neðri brún glugga.
Sem dæmi ef mikill snjór á svölunum verður að klaka í asahláku og vatnið kemst seint eða illa niður þá verður flóð á svölunum og vatn getur flætt inn um svaladyrnar.
Í þessa rennu safnast svo með tímanum lauf og drulla og einnig snjór og klaki sem hamlar vatni að fara sína leið, þetta vatn situr þá þarna í sömu eða jafnvel hærra en gluggakarmur sem gæti svo lekið inn með tímanum.
Áður en verkið hófst komu verktaki og eftirlitsmaður á skoða aðstæður og fengu þær upplýsingar að það hafi aldrei verið neitt vandamál með vatnið áður en til þessara breytinga kom, vatnið drenaði sig alltaf í öllum veðrum enda hönnunin samkvæmt byggingareglugerð sem nú hefur verið gjörbreytt.

Verktakinn lokar niðurfalli
Verktakinn hefur einnig lokað alveg fyrir annað niðurfallið af tveimur en það tekur við vatni frá þakinu sem er líka algjörlega óskiljanlegt svo þá er bara eftir eitt niðurfall sem tekur við öllu vatninu á svölunum en það er einmitt þar sem grunur er um að lekinn niður í neðri hæðirnar sé.
Ekki er ljóst hvaða breytingar voru gerðar undir hellulögninni en eftirlitsmaður sem á að gæta hagsmuna íbúðaeigenda sem er byggingatæknifræðingur og húsasmiður (Andri Páll Hilmarsson byggingatæknifræðingur) sem húsfélagið benti á var beðinn um skriflega verklýsingu með rökstuðningi en við því var ekki orðið einhverra hluta vegna.
Tryggingafélögin bæta ekki tjón
Matsmaður eignatjóna hjá tryggingafélaginu Sjóvá þar sem húsfélagið er með sameiginlega fasteignatryggingu fyrir húsið segir erfitt að átta sig á vinnubrögðum viðkomandi verktaka en hann var inntur eftir því hvort ráð væri gert fyrir því í skilmálum tryggingarinnar að tryggingafélagið bætti það tjón sem hugsanlega verður vegna þess að breytingar sem gerðar voru á svölunum frá upphaflegri hönnun leiddu til þess að tjón hlaust af í íbúð 403?
Var svarið það að fasteignatrygging húsfélagsins bætir ekki tjón vegna utanaðkomandi leka.
Það er líka staðfest að tryggingafélag séreignarinnar íbúð 403 bætir heldur ekki tjón sem rekja má til þessara breytinga á upprunalegu hönnun á frágang svala.
Þessar svokölluðu viðgerðir hafa verið samþykktar á húsfundi ef rétt er skilið.
Þá er það alveg skýrt að húsfélagið sjálft sem kemur til með að bæta tjónið eins og kemur fram í lögum um fjöleignahús:
Skaðabótaábyrgð húsfélags
52. gr.
Húsfélag er ábyrgt með sama hætti gagnvart einstökum eigendum og afnotahöfum og segir í 1. og 2. mgr. 51. gr. þegar tjón stafar af:
1. Vanrækslu á viðhaldi sameignar, búnaði hennar og lögnum.
2. Mistökum við meðferð hennar og viðhald.
3. Bilun á búnaði sameignar og sameiginlegum lögnum þótt engum sem húsfélagið ber ábyrgð á verði um það kennt.
Það er með ólíkindum að verktakinn í samráði við eftirlitsmann (Andri Páll Hilmarsson) skuli upp á sitt einsdæmi gjörbreyta upprunalegri hönnun á svalagólfinu þrátt fyrir að hafa áður komið á staðinn og skoðað og fengið þær upplýsingar að ekkert óvenjulegt hafi verið að svalagólfinu og að vatnið hafi drenast alveg eðlilega, en þarna verður ekki annað séð en að aðeins er verið að búa til óþarfa kostnað og nýtt lekavandamál í húsinu.
Það er einnig mjög sérstakt að eftirlitsmaður með þessa fagmenntun og reynslu skuli ekki sjá og benda á vankantana á þessum frágangi en ef til vill var hann bara ráðinn fyrir formið en er svo kannski ekki raunverulegur málsvari íbúðaeigenda í húsinu.
Myndir í myndasafni