
Útivistarsvæðið á Seltjarnarnesi
Einn fallegasti útivistarstaður á höfuðborgarsvæðinu.
Þar er jafnan mikil umferð af fólki og í hvert sinn sem maður fer þangað er þar iðulega fjöldi fólks að njóta hans.
Þetta er svæðið yst á Seltjarnarnesi, sem sagt frá Gróttu norðan megin og að golfvelli Seltjarnarness sunnan megin.
Þarna er jafnan fólk að ganga, hlaupa, einnig hjólandi og svo er það niður í fjörunni að skoða og anda að sér sjávarloftinu.

Það er líka vinsælt og gaman að koma að Bakkatjörn og skoða og gefa fuglunum við tækifæri.
Svona gullfalleg og skemmtileg útivistarsvæði eins og þetta verður að varðveita til eilífðar.
Mynd með grein er birt með góðfúslegu leyfi loftmynda ehf. sem reka Map.is sem er kortavefur.
